Föstudagur 16. maí 2025

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina 2025

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og voru verðlaunin afhent í nítjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Hr. Björn Skúlason maki forseta og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur verðlaunin að þessu sinni og skipar sér í hóp framúrskarandi verkefna sem hlotið hafa verðlaunin á síðustu 20 árum.

Una B. Sigurðardóttir, stjórnarmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að fjárhæð 2,5 m.kr. Nýjum Eyrarrósarhafa er jafnframt boðið að standa að viðburði á Listahátíð 2026 og framleitt verður heimildamyndband um verkefnið.

Alls bárust 34 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaunin hvaðanæva af landinu.

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar voru nú veitt í þriðja sinn. Viðurkenningin er veitt þremur metnaðarfullum verkefnum sem þykja hafa listrænan slagkraft, jákvæð áhrif á nærsamfélagið og alla burði til að festa sig í sessi. Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2025 hlutu Gletta á Borgarfirði Eystri, Afhverju Ekki á Laugum, Þingeyjarsveit og Tankarnir á Raufarhöfn. Hljóta þau hvert um sig verðlaunafé að fjárhæð 750.000 auk gjafakorts frá Icelandair að fjárhæð 100.000.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Icelandair.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir