Fimmtudagur 15. maí 2025

Sjómannadagurinn í Bolungarvík

Sjómannadagurinn 2025 er sunnudagurinn 1. júní og sjómannadagshelgin verður því 30. maí – 1. júní.

Samkvæmt venju verður fjölbreytt dagskrá í Bolungarvík, dorgveiðikeppni, fiskiveisla, Vestfjarðamót í sjómann og margt fleira eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá. Þá er rétt að vekja athygli á að sjófmaðurinn Elfar Logi mætir í Ósvör og rekur sína stuttu sjómannssögu svo úr verður dulítil sjófmannssaga.

Dagskrá:

Föstudagur 30. maí:

  • 13:00-16:00 Opið í Drymlu
  • 17:00-18:00 Dorgveiðikeppni fyrir krakka á öllum aldri á Brimbrjótum, verðlaun í boði fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn og flestu fiskana
  • 18:00-21:00 Þorskurinn 2025 á Einarshúsinu
  • 21:30-00:00 Vestfjarðamót í Sjómanni verður haldið í þriðja sinn á Verbúðinni. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna. Skráning hefst kl 19:00


Laugadagur 31. maí:

  • 10:00-11:00 Lagt á Djúpið – Hátíðarsiging frá Bolungarvíkurhöfn
  • 12:00-13:00 Leikhópurinn Lotta við félagsheimilið með sýninguna Hrói Höttur
  • 13:00-15:00 Fjölskyldudagskrá þar sem fram koma Friðrik Ómar og Jógvan og Leikfélag MÍ
  • 13:00-15:00 Fiskiveisla í boði Jakobs Valgeirs ehf, Arctic Fish ehf, FMS hf og Örnu ehf
  • 13:00-15:00 Sjómannadagskrá björgunarsveitarinnar Ernis með skemmtilega leiki fyrir alla:
    • Kappróður
    • Belgja slagur
    • Flekahlaup
    • Reipitog
  • 13:00-15:00 Andlitsmálning og hoppukastalar
  • 15:30-16:00 Sjófmennska  í Ósvör- kómedíuleikhúsið
  • 13:00-16:00 Opið í Drymlu
  • 20:00-23:00 Fyrirpartý á Verbúðinni
  • 20:00-23:00 Hátíðarkvöldverður í Félagsheimili Bolungarvíkur. Húsið opnar 19:00
  • 23:00-03:00 Sjómannadagsball í Félagsheimili Bolungarvíkur með ballhljómsveitinni „Alles Ókei?“


Sunnudagur 1. júni:

  • 13:30-14:00 Hópganga frá Brimbrjóti að Hólskirkju
  • 14:00-14:50 Hátíðarguðþjónusta í Hólskirkju. Fjölnir Ásbjörnsson prestur þjónar fyrir altari
  • 14:50-15:00 Að guðsþjónustunni lokinni verður gengið í Grundarhólskirkjugarð og lagðir blómsveigar að minnismerkjum sjómanna í garðinum
  • 15:00-17:00 Slysavarnadeildin Ásgerður verður með kaffisamsæti

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir