Saltkassi úr tré. Merktur Djúpavík með stensli. Kassarnir voru notaðir til að mæla gróft salt og áttu að taka stærsta skammt, 34 kíló,
sléttfullir (Magnús Vagnsson. Handbók síldarvekunarmanna, bls. 16).
Í Djúpuvík var byggð síldarverksmiðja veturinn 1934-35 og var rekstur hennar, sem og söltunarstöðvar undir nafninu Djúpavík h/f eitt kostulegasta dæmi um stórbrotin umsvif og velgengni í síldarútveginum.
Svoítið þorp varð til við Djúpuvík og fjöldi fólks sótti þangað atvinnu á sumrin. Lítið sem ekkert var brætt í verksmiðjunni eftir 1950 en síðast var söltuð þar síld árið 1959.
Af vefsíðunni sarpur.is