Föstudagur 16. maí 2025

Orkubú Vestfjarða: ársfundur í dag

Í dag verður haldinn ársfundur Orkubús Vestfjarða og hefst fundurinn kl 12 í Edinborgarhúsinu.

Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður setur fundinn og síðan mun Elías Jónatansson, orkubússtjóri
kynna ársreikning OV og gera grein fyrir starfseminni síðasta á síðasta ári.

Tvö fróðleg erindi verða flutt.
Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs segir frá fyrirhugðum framkvæmdum við jarðstreng til Súðavíkur og Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs segir frá Kvíslartunguvirkjun í Steingrímsfirði sem er í burðarliðnum.
Fundurinn er öllum opinn.
Fundargestum verður boðið upp á kaffi og súpu á staðnum.

Orkubúið hvetur alla til þess að mæta og hlusta á fróðleg erindi um framþróun í
samfélaginu hér á Vestfjörðum.


Áætlað er að fundurinn standi til kl. 13:30.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir