Í gær var haldin fjölmenn athöfn í húsakynnum Oddfellow stúkanna tveggja á Ísafirði þar sem afhentir voru styrkir og gjafir að fjárhæð 20 m.kr. úr styrktar og líknarsjóði Oddfellow til kaupa á tækjum og búnaði á starfssvæðinu. Karlastúkan heitir Gestur og kvennastúkan Þórey. Alls eru um 150 manns félagar í stúkunum og þó mun fleiri í kvennastúkunni. Stjórnir beggja stúkna voru strax sammála um það að styrkurinn mundi dreifast á sem flesta staði og fóru þeir um alla Vestfirði. Það voru yfirmeistarar hvorrar stúku sem sáu um afhendinguna, Ingólfur Þorleifsson og Helga Birna Jónsdóttir.
Meðal styrkveitinga voru vegalegar gjafir til hjúkrunarheimila og heilsugæslu, Vesturafls, slökkviliðs, skóla, líkamsræktar, Rauða krossins og björgunarsveita.
Listi yfir styrkina:
Heilsugæslustöðin á Ísafirði tvö Afinion 2 CRP mælitæki kr. 1.670.000
Fimm loftdýnur til að auðvelda hjúkrunarfólki að snúa rúmliggjandi sjúklingum – Hjúkrunarheimilið Eyri þrjár loftdýnur – Hjúkrunarheimilið Berg ein loftdýna og Hjúkrunarheimilið Patreksfirði ein loftdýna – kr. 2.010.000
Hlíf íbúðir eldriborgara – Snjóblásari til að auðvelda aðgengi að húsinu fyrir íbúa og þá sem sækja þangað félagsstarf kr. 300.000
Dvalarh. aldraðra Þingeyri – Tvo Lazyboy stóla kr. 480.000
Vesturafl – 75“ sjónvarp og festing til að hengja það upp og hjartastuðtæki – kr. 243.800 +355.000 =kr. 598.800
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar – 8 x CPC eiturefnagalla og 15 x PAB fire hjálma með ljósi kr. 2.100.000
Menntaskólinn Ísafirði – Tvo gagnvirka snertiskjái fyrir Starfsbraut og Lista og nýsköpunarbraut kr. 1.300.000
Tónlistarskólinn Ísafirði – 6 x biðbekkir á gang fyrir nemendur kr. 432.000
Félagsmiðstöð Grunnskólans á Ísafirði – Hjartastuðtæki kr.355.000
Grunnskólinn á Ísafirði Bassabox -hátalarar mixer og hljóðkerfi +hjartastuðtæki Kr 1.190.000
Grunnsk. Suðureyri – hjartastuðtæki kr. 355.000
Golfskálinn á Ísafirði hjartastuðtæki kr. 355.000
Grunnskólinn á Þingeyri, hjartastuðtæki kr. 355.000
Grunnskólinn á Flateyri,hjartastuðtæki kr. 355.000
Stöðin Heilsurækt, hjartastuðtæki kr. 355.000
Vestri körfubolti v/verkefnisins allir með – Veo cam til upptöku kr. 350.000
R.K.I. Vestfjörðum 2 x Tetra talstöðvar og 2 x hljóðnemar í þær kr. 302.000
Haft var samband við allar björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum og þær spurðar um hvað væri mest þörf fyrir hjá þeim.
17 björgunar/flotgallar voru keyptir upp á kr. 4.500.000 og dreifðust þeir niður á eftirtaldar björgunarsveitir
-Björgunarsv. Tálkni Tálknafirði
-Björgunafélag Ísafjarðar – 2 galla
-Björgunarsv. Björg Suðureyri –
-Björgunarsv. Hjálp/Ernir Bolungarvík –
-Björgunarsv. Kofri Súðavík –
-Björgunarsv. Tindar – 2 galla
-Björgunarsv. Björg Dranganesi –
-Björgunarsv. Dagrenning Hólmavík –
-Björgunarsv. Blakkur Patreksfirði
-Björgunarsv. Strandasól Árness.
-Björgunarsv. Bræðrabandið Rauðasandi
-Björgunarbátasjóður Ísafirði 2 galla
-Björgunarbátasjóður Barðastrandarsýslu 2 galla
Svo fengu eftirtaldar björgunarsveitir aðra hluti sem þá vantaði.
-Björgunarsv. Kópur Bíldudal – 12 fjallaöryggishjálmar og 12 keðjubroddar fyrir leit á fjöllum kr. 249.000
-Björgunarsv. Dýri Þingeyri – öryggishjálmar + headsett kr. 150.000
-Björgunarsv. Sæbjörg Flateyri – VHF talstöð eða hjálma 2 kr. 200.000
-Björgunarsveitin Heimamenn Reykhólum – SXS GPS leiðsögutæki með korti = Kr. 249.000
-Björgunarsveitin Lómafell Brjánslæk– 2 Tetra stöðvar og tengingar í þær kr. 280.000

Ingólfur og Helga afhenta fulltrúum Menntaskólans á Ísafirði styrki. Það voru Heiðrún Tryggvadóttir og Martha Kristín Pálmadóttir sem veittu þeim viðtöku.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.