Í gærkvöldi fékk Björgunarbátasjóður Vestfjarða styrk frá Lionsklúbbi Ísafjarðar til kaupa á nýju björgunarskipi, Gísla Jóns sem væntanlegur er í nóvember næstkomandi.
Styrkurinn nemur 500 þúsund krónum og mun nýtast vel við að efla enn frekar viðbragð á sjó við Djúp segir í tilkynningu frá björgunarbátasjóðnum.
Af því tilefni var Lionsfélögum boðið til kaffisamsætis í Guðmundarbúð þar sem fulltrúar Björgunarbátasjóðsins tóku við styrknum, einnig fengu Lionsfélagar að sjá aðstöðu Björgunarfélags Ísafjarðar í Guðmundarbúð.