Jóhann Birkir Helgason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Ísafjarðarbæ var að ljúka fundi í kvöld með baklandi D listans í bæjarstjórn. Sagði hann að D listinn væri opinn fyrir öllum möguleikum og tilbúinn í viðræður. „Menn þurfa að vera sanngjarnir og við erum tilbúin til að hjálpa Í listanum og erum ekki með sérstakar kröfur af okkar hálfu.“
Jóhann sagði að ekki þyrfti endilega að ráða nýjan bæjarstjóra og borga biðlaun þetta ár sem eftir er af kjörtímabilinu. „Við viljum vinna áfram eftir okkar stefnu og vinna að fjármálum bæjarins.“
Jóhann sagðist aðspurður hafa heyrt í Þorbirni H. Jóhannesson og Kristjáni Kristjánssyni,oddvita Framsóknarflokksins og menn þyrftu að vera búnir að ná niðurstöðu fyrir vikulokin.