Nú kl 8 í morgun átti fyrsta skemmtiferðaskipið í sumar að koma til hafnar í Sundabakka. Það er skipið Amera sem er engin smásmíði. Það er 205 metra langt og 28 metra breitt og er með 9 farþegaþilför. Amera getur tekið 835 farþega og hefur 443 í áhöfn.
Amera verður við Sundabakka til kl 18 í kvöld og heldur þá áfram för sinni.
Næsta skip er Silver Dawn sem kemur á lokadaginn 11. maí.
Í sumar eru 197 skipakomur skráðar í Ísafjarðarhöfn frá 6. maí til 30. október í haust.