Haukur Sigurðsson, ljósmyndari á Ísafirði vekur athygli á því að listamaðurinn Ingvar Thor Gylfason auglýsir til sölu nýtt verk eftir sig sem hann nefnir Ísafjörður.
Ingvar segir á Facebook að verkið hafi klárast hjá sér í beinu framhaldi af “Aldrei fór ég suður”. Segir hann að „Við hjónin eigum bæði ættir að rekja til Vestfjarða. Nánar til Ísafjörðs og Bíldudals. Íslenskara verður það ekki.“ Tölusett eftirprent séu í boði „. ef einhver vill hafa Ísafjörðinn fagra uppi á vegg hjá sér“.
Haukur birtir eigin ljósmynd af Ísafirði. Haukur segir um svör Ingvars: „Aðspurður segir hann málverkið innblásið af mörgum mismunandi ljósmyndum sem hann tók. Hann kannast samt ekkert við mína ljósmynd, og sér engin líkindi.“

Verkið sem auglýst er til sölu. Segir að verkið sé 100×140 cm, Olía.