Laugardagur 10. maí 2025

Ísafjarðarbær: gjaldskrá í leikskóla hækkar

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrir næsta skólaár, 2025-26, hækki tímagjald leikskóla og máltíðir um 4% en leggur jafnframt áherslu á að rukkað er fyrir 204 skóladaga. Áfram verður greitt sérstaklega fyrir skráningardaga.

Nefndin leggur einnig til að gjaldskrá fyrir skólamat verði breytt á þann veg að þar standi „Í öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar er boðið upp á hressingu á morgnanna og hádegismat, án endurgjalds.“

Framangreindum tillögum verður vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir