Laugardagur 10. maí 2025

Hvest: vantar fólk í 79 stöðugildi

Fram kemur í greiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að það er verulegur skortur á eftirfarandi heilbrigðisstéttum á svæðinu. Samtals eru talin upp 79 stöðugildi. Þar af eru 44 stöður hjúkrunarfræðinga og 8 stöður lækna:
 Heimilislæknar: 5 stöðugildi
 Lyflæknar: 2 stöðugildi
 Skurðlæknir: 1 stöðugildi
 Geislafræðingar: 3 stöðugildi (70% starfshlutfall)
 Lífefnafræðingar: 3 stöðugildi
 Ljósmæður: 3 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar -skurðhjúkrun: 4 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – svæfing: 2 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heimahjúkrun, heilsugæsla, sjúkradeildir: 14 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heilsugæsla/heimahjúkrun/stoðdeildir: 20 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – hjúkrunarheimili: 4 stöðugildi

 Sjúkraliðar – hjúkrunarheimili : 12 stöðugildi

Sálfræðingar: 3 stöðugildi
 Sjúkraþjálfarar: 3 stöðugildi

ívilnun á endurgreiðslu námslána

Þetta kemur fram í erindi sveitarfélaganna þriggja við Ísafjarðardjúp til Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, sem dagsett er 28. apríl 2025.

Sveitarfélögin fara fram á að ráðuneytið beiti heimild sinni til að veita sérstakar tímabundnar ívilnanir í formi endurgreiðslu námslána vegna sérgreina heilbrigðisstarfsfólks, með það að markmiði að bæta mönnun og tryggja heilbrigðisþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum.

Heimild er til þess í 28. gr. laga nr. 60/2020, um Menntasjóð námsmanna að veita þess háttar ívilnun við aðstæður sem sveitarfélögin telja að eigi nú við.


Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir