Þriðjudagur 20. maí 2025

Hólmavík: aukinn opnunartími í Krambúðinni

Á sunnudaginn tók gildi breyttur opnunartími í Krambúðinni á Hólmavík. Er hún nú opin frá kl 9 til kl 19 alla daga.

Auk þess verður grillið opið alla daga frá kl 12 til kl 18:30. En í vetur var það aðeins opið tvisvar í viku.

Nýi opnunartíminn sýnir að ferðamannatímabilið er greinilega hafið í Strandasýslu.

Kaffi Galdur

Veitingarstaðurinn í Galdrasafninu á Hólmavík breytti einnig opnunartíma sínum um miðjan mánuðinn. Kaffi Galdur er nú opinn alla daga kl. 10-17:30 og verður svo út september.

Cafe Riis

Þriðji veitingastaðurinn á Hólmavík er Café Riis. Þar hófst sumaropnun 24. apríl og er nú opið alla daga vikunnar frá kl.12:00 – kl.23:00. Eldhúsið lokar klukkustund fyrir lokun.

 

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir