Á annað hundrað manns tók þátt í kröfugöngu Verkalýðsfélags Vestfirðinga á Ísafirði í gær. Hátíðarhöldin fóru svo fram í Edinborgarshúsinu og var húsfyllir.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar lék og kvennakór Ísafjarðar söng nokkur lög fyrir gesti. Ræðumaður dagsins var Guðrún Anna Finnbogadóttir, teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Sigríður Gísladóttir, verkefnastjóri hjá M.Í. flutti pistil dagsins.

Húsfyllir var í Edinborgarhúsinu.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar lék fyrir gesti.

Kvennakór Ísafjarðar söng. Kórinn verður með tónleika í Ísafjarðarkirkju 15. maí n.k.

Guðrún Anna Finnbogadóttir var ræðumaður dagsins.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.