Mánudagur 12. maí 2025

Ferðafélag Ísfirðinga – gönguferð og kynning á ferðaáætlun í Safnahúsinu

Seljalandshlíð – Bæjarhlíð — 1 skór —
Ísfirskir göngustígar og kynning á ferðaáætlun
Laugardaginn 17. maí

Umsjón: stjórn Ferðafélags Ísfirðinga.

Mæting kl. 12.30 við Netagerðina á Grænagarði.
Gengið upp frá Grænagarði inn á göngustíga milli fjalls og byggðar. Endað í Safnahúsinu á Eyrartúni þar sem ferðaáætlun gönguársins 2025 verður kynnt í máli og myndum.
Boðið verður upp á veitingar með kynningunni.
Göngutími: tæp klukkustund. Kynning: tæpar tvær klukkustundir.

Allir velkomnir, félagsmenn jafnt sem aðrir, til að kynna sér gönguferðirnar sem í boði verða á vegum félagsins.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir