Föstudagur 16. maí 2025

Evrópusambandið styrkir Háskólasetur Strandabyggð og Fine Foods til sjálfbærrar þararæktunar

Háskólasetur Vestfjarða (HV), Strandabyggð og Fine Foods Íslandica ehf á Hólmavík hafa hlotið styrk frá Evrópusambandinu sem nemur 70 þúsund evrum eða rúmum 10.3 milljónir krónum til að styðja við framkvæmd IceKelp verkefnisins á tímabilinu 2024-2026.

Markmiðið er að hanna líkan fyrir sjálfbæra þararækt og blátt hagkerfi í dreifbýli.

IceKelp verkefnið er hluti af mun stærra verkefni Atlantic-Arctic AGORA sem styður við markmið framkvæmdarstjórnar Evrópu um verndum og uppbyggingu haf- og vatnasvæða fyrir árið 2030 og er þar heildar fjárhæðin rúmur 1.4 milljarður íslenskra króna.

Þar er markmiðið hjá A-AAGORA að þróa nýstárlegar lausnir til að virkja bláa hagkerfið í sjávarbyggðum. Í ferlinu er lögð áhersla á þátttöku nærsamfélagsins og hagsmunaaðila á sama tíma og tryggja þarf umhverfisvernd og stuðla að félagslegri seiglu.

Helstu samstarfsaðilar A-AAGORA eru sveitarfélög í Noregi, Írlandi, Portúgal og á Íslandi tekur Strandabyggð þátt, eins og fyrr segir. Allir þessir aðilar eru í samstarfi við rannsóknarhópa og sérstaklega Trøms-sveitarfélagið í Noregi, sem prófar og metur lausnir fyrir sveitarfélög á Norður-Íshafssvæðinu.

Verkefnaáætlunin var kynnt af Fine Foods Íslandica ehf fyrir sveitarstjórn Strandabyggðar í nóvember 2024 sem samþykkti að styðja við verkefnið. Meðal markmiða verkefnisins eru:

  • Að eiga samskipti við hagsmunaaðila á staðnum með upplýsingafundum og opnum vinnustofum um þararækt.
  • Að miðla fræðslu og þekkingu varðandi þararækt í Strandabyggð.
  • Að stunda rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika í tengslum við þararæktun.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir