Föstudagur 16. maí 2025

Enginn frá Túrkimenistan, Kómoreyjum, Dóminiku og Belís skráður með búsetu hér á landi

Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí sl. og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9%. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá

Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 153 eða 3,2% og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 31 eða 3,8% frá 1. desember sl. Pólskum ríkisborgurum fækkaði um 123 og eru nú 26.416 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.

Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 685 einstaklinga eða um 0,2%.

Hér á Íslandi er fólk frá flestum löndum heims þó er enginn frá Túrkimenistan, Kómoreyjum, Dóminiku og Belís.

Samtals eru ríkisborgarar frá 165 þjóðríkjum búsettir á Íslandi.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir