Sunnudagur 4. maí 2025

Bolvíkingafélagið í Reykjavík : aðalfundur 6. maí

Auglýsing

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2025 kl. 17. Fundarstaður: Siglingaklúbburinn Ýmir, Naustvör 14, Kópavogi.

Ingólfur gjaldkeri er fyrir löngu tilbúinn með uppgjörið. Tekjur eru umfram gjöld og eigið fé jákvætt.

Ætlunin er að senda fljótlega út rukkun árgjalds ársins 2025 alls kr. 3.000,-

Unnið er að útgáfu Brimbrjótsins og allir félagar fá blaðið í pósti.

Þeir sem vilja ganga í félagið sendi nafn og kennitölu á netfangið kbo@simnet.is eða sms á 892 9200 og við bætum ykkur á félagalistann.

Þá viljum við hvetja þá sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórn eða starfi félagsins að hafa samband við formann. Það vantar alltaf nýja og ferska liðsmenn.

Okkur skilst reyndar að það sé svo gaman í kaffinefndinni að þar vilji engin hætta. Allar bíði þar spenntar eftir næsta kirkjukaffi. Mikið hlegið og mikið gaman á fundum nefndarinnar.

Núverandi stjórnarmenn eru tilbúnir til þess að halda áfram störfum en vitaskuld tilbúin að hleypa nýjum aðilum þar inn.

Minnum að síðustu á að félagið verður 80 ára á næsta ári og halda þarf upp á þau tímamót.

Kristján B Ólafsson 8929200

Ósk Gunnarsdóttir

Oddný Jóhannsdóttir

Ingólfur Hauksson

Sæbjörn Guðfinnsson

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir