Bolungarvíkurkaupstaður hefur gert samning við Elfar Loga Hannesson, leikara og stofnanda Kómedíuleikhússins, fyrir árið 2025. Samstarfið felur í sér fjölbreytta skemmtun fyrir íbúa á öllum aldri.
Á árinu mun Elfar Logi standa fyrir eftirfarandi viðburðum:
- Leiksýning/framkoma í Grunnskóla Bolungarvíkur
- Leiksýning/framkoma fyrir börnin í Leikskólanum Glaðheima
- Leiksýning/framkoma fyrir eldri borgara
- Framkoma á hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Bolungarvík
Að auki mun Elfar Logi hafa samband við jólasveinana, til þess að fá þá til byggða fyrsta sunnudag í aðventu, sem hefur orðið fastur og vinsæll liður í aðventuhátíð bæjarins.
Í tilkynningu segir að Bolungarvíkurkaupstaður hlakki til samstarfsins sem muni auðga menningarlíf bæjarins enn frekar.