Vestri gerði sér lítið fyrir og sendi Íslandsmeistara Breiðablik út úr bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu í 16 liða úrslitum sem lauk í gær. Leikið var í Kópavoginum á heimavelli Breiðabliks. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik og leiddi í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik jafnaði Breiðablik en fáum mínútum síðar átti Vestri snögga sókn upp hægri vænginn og Arnar Borg Guðjohnsen sendi góða sendi fyrir markið á Daða Berg Jónsson sem skoraði örugglega og kom Vestra aftur yfir.
Þegar komið var fram í uppbótartíma átti Breiðablik stórhættulegt færi en markvörður Vestra Benjamin Schubert varði hörkuskalla frá markteig.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og heldur því Vestri áfram í 8 liða úrslit keppninnar en Breiðablik er úr leik.