Þriðjudagur 20. maí 2025

Bátahátíð á Breiðafirði 5 júlí

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði þann 5 júlí nk.

Allir bátar (ekki bara súðbyrðingar) eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

Í ár er gert ráð fyrir þægilegri og stuttri dagleið þannig að litlir bátar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum að taka þátt.

Áætlunin er að sigla til Akureyja en Akureyjarbændur, Lilja Gunnarsdóttir og Birgir Bjarnason hafa verið svo vinsamleg að bjóða bátafólkið velkomið að stíga á land og skoða sig um.

Föstudagur 4. Júlí. Safnast saman.

Þáttakendur safnast saman á Reykhólum á föstudaginn 1 júlí. Flóð er um kl. 14:15 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni á Reykhólum, þaðan sem farið verður í siglinguna daginn eftir.

Laugardagur 5. Júlí.

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 10. Háflóð á laugardag, er um kl. 15:30. Gera má ráð fyrir að ferðin taki um 6-8 klst.

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir