Mánudagur 12. maí 2025

Á fimmta hundrað manns á handboltamóti

Íþróttafélagið Hörður hafði veg og vanda af móti í 5. flokki drengja yngri sem haldið var um helgina á Vestfjörðum. Alls tóku 16 félög þátt í mótinu. Komu tvö frá Akureyri, eitt frá Vestmannaeyjum og Selfossi og tólf félög frá höfuðborgarsvæðinu sendu lið. Frá sumum félögunum voru send fleiri en eitt lið svo þau voru fleiri en tuttugu.

Keppt var frá föstudeginum til sunnudags og spilað bæði í Torfnesi á Ísafirði og í íþróttahúsinu í Bolungavík.

Alls má ætla að nokkuð á fimmta hundrað manns hafi tekið þátt í mótinu sem keppendur og aðstandendur og var mikið um að vera á svæðinu meðan á mótinu stóð. Gist var í Grunnskólanum á Ísafirði og í Menntaskólanum á Ísafirði og mötuleyti var í Grunnskólanum.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir