Bæjarráð Vesturbyggðar segir í umsögn sinni, sem gerð var í síðustu viku, um 4.500 tonna aukningu laxeldis Arnarlax í Arnarfirði, að það fagni áformum um aukin umsvif sjókvíaeldis í sveitarfélaginu enda sé breytingin innan marka burðarþolsmats Arnarfjarðar og áhættumats erfðablöndunar. Að mati bæjarráðs mun breytingin hafa í för með sér jákvæð áhrif á samfélag og atvinnulíf á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis og loftlagsráðs en leggur ekki mat á það hvort breytingin kalli á nýtt umhverfismat.
Umhverfis- og loftslagsráð Vesturbyggðar gekk mun lengra í sinni umsögn og sagði að gera þurfi nýtt umhverfismat fyrir aukninguna. Bæjarráðið tekur ekki undir það.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur einnig tekið umsókn Arnarlax fyrir og segir í umsögn nefndarinnar að Ísafjarðarbær geri ekki efnislegar athugasemdir við umhverfismatsskýrsluna að svo stöddu.