Íslandsmeistarar Breiðabliks voru fyrsta liðið til þess að leggja Vestra að velli í sumar þegar liðin mættust í gær á Kerecis vellinum á Torfnesi á Ísafirði.
Leikið var við góðar aðstæður og í góðu veðri. Íslandsmeistararnir sóttu meira og höfðu heldur yfirhöndina í leiknum. Áttu þeir m.a. 11 hornspyrnur í leiknum en Vestri enga. Hins vegar varðist Vestri vel og skipulega og áttu allan leikinn möguleika á að ná hagstæðum úrslitum.
Undir lok leiksins fengu Blikarnir vítaspyrnu en Guy Smit markvörður Vestra varði glæsilega.
Vestri er ennþá með góða stöðu í deildinni, með 7 stig eftir 4 leiki er ekki slæmt. Liði er sem stendur í 2. sæti deildarinnar á eftir Blikum sem eru efstir með 9 stig.
Fjórðu umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum.
Næsti leikur Vestra er í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.