Miðvikudagur 30. apríl 2025

Reykjavíkurborg á styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Auglýsing

Á Alþingi er til meðferðar stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þar er nýtt ákvæði um svonefnt höfuðstaðarálag og er sértaklega eyrnamerkt Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur það hlutverk að styrkja fámennari sveitarfélög landsins svo þau geti sinnt verkefnum til jafns við fjölmennustu sveitarfélög landsins. Til þessa hefur Reykjavíkurborg vegna yfirburðastöðu sinnar í íbúafjölda og tekjuöflun almennt ekki fengið framlög úr sjóðnum.

Nú er hins vegar lagt til að á þessu verði breyting. Tekið verði upp höfuðstaðarálag sem nemi 2,5% af því fé sem Jöfnunarsjóðurinn fer til jöfnunarframlaga. Á þessu ári er gert ráð fyrir að sjóðurinn úthluti um 50 milljörðum króna. Höfuðstaðaálagið gæti því numið allt að 1,3 milljörðum króna sem skiptist á milli sveitarfélaganna tveggja þannig að einu prósentustigi þess skal skipta jafnt á milli þeirra og 1,5 prósentustigi skal skipta eftir fjölda íbúa þeirra 1. janúar ár hvert. Nýja framlagið skerðir framlög til annarra sveitarfélaga.

Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt að ein ástæða höfuðstaðaálagsins sé að íbúar nærliggjandi sveitarfélaga sækja ákveðna tegund þjónustu til Reykjavíkur og Akureyrar. Sérstaklega er tilgreint að kostnaður vegna félagsþjónustu og menningarstarfsemi á hvern íbúa sé mun hærri en hjá öðrum sveitarfélögum.

félagsþjónusta og menningarmál of dýr

Vitnað er í Árbók sveitarfélaga 2024 þar sem birtar eru upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna. Þar má sjá að af sveitarfélögum með yfir 10.000 íbúa, var kostnaður Reykjavíkurborgar 381.000 kr. á íbúa árið 2023 og Akureyrarbæjar 359.000 kr. á hvern íbúa sama ár. Næstu tvö sveitarfélög eru með um 314.000 kr. eða minna.
Kostnaður Akureyrarbæjar vegna menningarmála á hvern íbúa árið 2023 var um 57.000 kr. á hvern íbúa og Reykjavíkurborgar um 44.000 kr. Næst á eftir þeim koma sveitarfélög með á bilinu 21–28.000 kr. á íbúa og önnur minna.

Þá er vísað til þess að verkefni sem kemur í hlut borgarinnar en ekki nágrannasveitarfélaga, sé „að reka gistiskýli, og sækja íbúar nágrannasveitarfélaga þá þjónustu. Kostnaður við rekstur gistiskýlisins var um 520 millj. kr. að teknu tilliti til tekna árið 2024. Þá hafi heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir verið um 1,2 milljarðar kr. árið 2024.“

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir