Íslandsmeistarar Breiðabliks koma vestur og mæta Vestra á morgun, sunnudag, í Bestu deild karla. Leikið verður á Kerecis vellinum á Torfnesi á Ísafirði og hefst leikurinn kl 2.
Etir þrjá fyrstu umferðir deildarinnar er Vestri óvænt í efsta sæti deildarinnar með 7 stig, tvo sigra og eitt jafntefli. Breiðablik er í þriðja sæti með 6 stig eftir tvo sigra og eitt tap.
Vestfirðingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn og hvetja sína menn til sigurs gegn Íslandsmeisturunum!