Miðvikudagur 30. apríl 2025

Ísafjarðarbær: skipar nefnd um byggingu nýrrar slökkvistöðvar

Auglýsing

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að skipuð verði þriggja manna nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði. Í nefndinni verði bæjarstjóri og tveir starfsmenn slökkviliðsins.

Í erindisbréfi fyrir nefndina segir að :

Meginhlutverk nefndar um byggingu slökkvistöðvar er eftirfarandi:
Setja upp tímasetta verkáætlun vegna hönnunar og byggingar slökkvistöðvar.
Yfirfara þarfagreiningu nýrrar slökkvistöðvar, m.t.t. þarfa sveitarfélagsins og lögbundinnar aðstöðu slökkviliðs.
Yfirfara tillögur sérfræðinga að byggingu , m.t.t. hugmynda að hönnun húss og skipulagi í kringum áætlaðan byggingarstað.
Gera tillögu um hönnun, byggingu, útboð og áfangaskiptingu verksins ásamt kostnaðaráætlun.
Vera embættismönnum og bæjarstjórn til ráðgjafar varðandi allt það sem snýr að byggingu slökkvistöðvar.
Nefndin fylgir verkefninu eftir á byggingartíma og skal haga ákvörðunum og tillögum varðandi einstaka verkþætti og byggingu hússins í heild með hliðsjón af fjárhagsáætlununum bæjarstjórnar hverju sinni.

Þá var bæjarstjóra falið að að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna málsins og leggja fram til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir