Miðvikudagur 30. apríl 2025

Brýr í Gufudalssveit : 1,6 milljarðar króna

Auglýsing

Í gær voru opnuð tilboð í tvær brýr Vegagerðarinnar í Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð.

Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Verkinu skal að fullu vera lokið 30. september 2026.

Fjögur tilboð bárust. VBF Mjölnir ehf., Selfossi bauð lægst og var tilboðið 1.626.014.020 kr. sem er nánast það sama og kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á. Það er 1.624.595.000 kr. Er lægsta tilboð því aðeins 1,4 m.kr. hærra.

Næstlægsta tilboðið barst frá Tálknafirði. Sjótækni ehf bauð 1.705.125.000 kr. sem er 5% yfir kostnaðaráætlun.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir