Fimmtudagur 1. maí 2025

Sundatangi: Verkhaf bauð lægst

Auglýsing

Þrjú tilboð bárust í burðarlag og lagnir í tveimur götum Hrafnatanga og Skarfatanga á Sundatanga. Um er að ræða gerð nýrrar götu með fráveitu- og vatnslögnum, niðurföllum, kjarnafyllingu, styrktar- og burðarlagi undir malbik.

Verkhaf ehf bauð lægst 49 m.kr. sem eru 80,3% af kostnaðaráætlun sem er 61 m.kr. Keyrt og mokað ehf bauð 54,3 m.kr. og Grjótverk ehf 74,7 m.kr.

Bæjarráð samþykkti að semja við Verkhaf ehf. á grundvelli tilboðsins.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir