Þriðjudagur 6. maí 2025

KKÍ : þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði heiðraðir

Þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði fengu verðurlaun á lokahófi Körfuboltasambands Íslands á föstudaginn var.

Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður Hauka, var valin besti íslenski leikmaðurinn í Úrvalsdeild kvenna. Hún lék með með bæði yngri flokkum og meistaraflokki KFÍ.

Diljá Ögn Lárusdóttir var valin besti íslenski leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Faðir hennar er Lárus Mikael Knudsen Daníelsson, margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum sem lék einnig körfuknattleik með KFÍ.

Kolbrún María Ármannsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Hún lék með yngri flokkum Vestra en faðir hennar er Ármann Múli Karlsson og móðir hennar er Stefanía Helga Ásmundsdóttir sem lék með Grindavík og KFÍ.


Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir