Sunnudagur 11. maí 2025

Árneshreppur: hræin fjarlægð í dag

Varðskipið Þór er í Trékyllisvíkinni og skipverjar ásamt heimamönnum eru þessa stundina að draga grindhvalshræin úr fjörunni við Mela út á sjó og þaðan um borð í varðskipið.

Varðskipið mun sigla með hræin á haf út og varpa þeim þar fyrir borð þar sem víst þykir að þau rekur ekki aftur að landi.

Myndirnar tók Þórólfur Guðfinnsson, Norðurfirði.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir