Sunnudagur 11. maí 2025

Knattspyrnan: Vestri vann Leikni

Knattspyrnulið Vestra í 1. deildinni gerði góða ferð til Austfjarða í dag. Liðið sigraði lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði 1:0 með marki Viktors Júlíussonar á 36. mínútu leiksins. Leikið var í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Eftir 6 umferðir er Vestri með 10 stig er í 6. sæti deildarinnar.  Tólf lið leika deildinni.

Leiknir er í 8. sæti með 6 stig. ÍBV er efst með 14 stig.

 

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir