Sunnudagur 11. maí 2025

Landssamband veiðifélaga gerir athugasemdir við frumvarp um fiskeldi

Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að það gerir alvarlegar athugasemdir við framlagt frumvarp að breytingum á fiskeldislögum. Orðrétt segir . „Sérstakleg þeirri fyrirætlan að setja á fót samráðsnefnd, sem fjalla á um áhættumat um erfðablöndun sem í eiga að sitja fulltrúi ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu háttalagi mun ráðherra grafa undan áhættumatinu enda er áhættumatið nú aðeins orðin tillaga Hafrannsóknarstofnunar í frumvarpi hans. Þá er það ákvæði að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Þessar breytingar eru að mati Landssambandsins skýlaust brot á undirrituðu samkomulagi sem náðist um meðferð áhættumatsins í lögum sem samþykkt var í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi. Landssambandið harmar að samkomulagið sé brotið á þennan hátt.“

Þá leggst Landssambandið einnig gegn þeirri fyrirætlan að veita Hafrannsóknarstofnun víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggur að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti.

Landssamband veiðifélaga hefur í ljósi þessarar stöðu boðað til formannafundar allra veiðifélaga í landinu þann 18. mars þar sem þessi staða verður rædd og viðbrögð við henni.

Formaður Landssambandsins er Jón Helgi Björnsson.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir