Laugardagur 10. maí 2025

Fleiri Vestfirðingar í framboði – fyrsti karlmaðurinn

Það fjölgar í þeim fríða hópi Vestfirðinga sem eru í framboði til stúdentaráðskosninga við Háskóla Íslands. Þegar hefur verið greint frá fjórum stúlkum sem eru í framboði fyrir Röskvu og tveimur sem bjóða sig fram fyrir Vöku.

Nú hefur sjöundi Vestfirðingurinn komið fram og jafnframt fyrsti karlkyns frambjóðinn.  Það er Einar Halldórsson er nemi í lífefna- og sameindalíffræði sem skipar 2. sæti á lista Vöku á verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Einar er sonur skákmannsins Halldórs Grétars Einarssonar Hálfdánarsonar frá Bolungavík.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir