Sunnudagur 11. maí 2025

Ný staða með Hvalá og hringtengingu

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við breytingartillögur við aðalskipulag Árneshrepps og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun. Bæjarstjórn tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem fram kemur að sveitarfélög á Vestfjörðum hafi í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. „Með virkjuninni skapast forsenda fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum, án notkunar jarðefnaeldsneytis. Ótiltæki á Vestfjörðum er í dag með því hæsta sem gerist á landinu og er landshlutanum samfélagslega dýrt, en það er metið á nokkur hundruð milljónir árlega,“ segir í umsögninni

Þá er einnig sagt að með virkjun Hvalár og hringtengingu rafmagns verði komin upp ný staða í raforkumálum á Vestfjörðum „með áður óþekktu raforkuöryggi og reiðuafli sem gefur færi á fjölbreyttum iðnaði sem krefst orku í litlu og meðalstóru magni.“

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir