Mánudagur 12. maí 2025

Heilsufarsmælingar á norðanverðum Vestfjörðum frestast

Heilsufarsmælingar á vegum SÍBS og Hjartaverndar sem bjóða átti upp á í dag á heilsugæslustöðvunum á norðanverðum Vestfjörðum; á Ísafirði, Þingeyri,Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Bolungarvík, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem hópurinn sem átti að koma er nú staddur á sunnanverðum Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar. Nýjar dagsetningar verða auglýstar þegar þær liggja fyrir á heimasíðum SÍBS og HVEST.

annska@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir