Þriðjudagur 29. apríl 2025

Skotís: Íslandsmeistaratitill í bogfimi

Auglýsing

Julia Galinska í Skotíþróttafélagi Ísafjarðar vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í íþróttinni í berboga U16 kvenna á Íslandsmeistaramóti U16 á laugardaginn í Reykjavík.

Julia var í þriðja sæti í undankeppni Íslandsmótsins og mætti því liðsfélaga sínum frá Ísafirði Auði Ölmu Viktorsdóttur í undanúrslitum. Auður var með aðeins hærra skor í undankeppni mótsins en mjög jafnt var á milli þeirra. Julia náði sigrinum í leiknum 7-1 og hélt því áfram í gull úrslitaleikinn. Auður tók á endanum bronsið í flokknum.

Gull úrslitaleikurinn hennar Julia var gegn Eygló Midgley úr BFHH Hafnarfirði. Eygló var með hærra skor í undankeppni mótsins og var talin sigurstranglegri í leiknum, en Julia skaut þrjár ótrúlega góðar lotur og tók sigurinn óvænt en af miklu öryggi 6-0, og með því Íslandsmeistaratitil berboga U16 kvenna og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir