Föstudagur 18. apríl 2025

Íslandssaga: hækkun veiðigjalda þýðir 12% verri afkoma

Auglýsing

Fyrirhuguð tvöföldun veiðigjalda mun hafa slæm áhrif á afkomu Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri samkvæmt útreikningum fyrirtækisins.

Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári mun verða jákvæð um 173 m.kr. af tveggja milljarða króna tekjum samkvæmt innanhúsuppgjöri. En ef fiskverðið sem Íslandssaga greiðir útgerðarfyrirtækinu Norðureyri væri hækkað um 20% eins og forsendur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir, og hún kallar leiðréttingu, breytist niðurstaðan verulega og tap verður um 54 m.kr. fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Afkoma vinnslunar mun samkvæmt þessu versna um nærri 230 m.kr. eða um 12% af tekjum fyrirtækisins. Hækkun veiðigjaldanna mun því valda því að fjárfestingargeta vinnslunnar mun að mestu hverfa.

Íslandssaga réðst í kaup á nýrri vinnslulínu í lok ársins og er kostnaðurinn við fjárfestinguna 250 – 300 m.kr.

Útgerðin ber hækkunina

Staða útgerðarfélagins Norðureyrar sem gerir út Einar Guðnason ÍS mun hins vegar batna, þrátt fyrir hækkun veiðigjaldann, sé gert ráð fyrir að fiskverðið muni hækka um 20%. Aflaverðmætið mun hækka úr 611 m.kr. í 735 m.kr. og framlegðin, þ.e. það sem eftir ef að tekjum þegar kostnaður hefur verið greiddur, annar en fjármagnskostnaður og afskriftir, mun hækka úr 157 m.kr. í 221 m.kr.

áhrifin á vinnsluna

Áhrifin af hækkun fiskverðsins og hækkun veiðigjaldanna munu verða mikil á störfin í fiskvinnslunni. Þau er tæplega 50 hjá Íslandssögu og Vestfiski í Súðavík. Störfin við veiðarnar eru hins vegar aðeins 8 – 9.

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu segir að veiðar og vinnsla á sömu hendi hafi verið „eitt af aðalsmerkjum okkar Íslendinga þannig höfum við náð árangri bæði í okkar vinnslu og útgerð, þannig hefur verið hægt að fjárfesta og auka hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi. Mér er til efs að stjórn Fiskvinnslunnar Íslandssögu hefði tekið ákvörðun um um mitt síðasta ár að fara í 250-300 milljóna króna fjárfestingu í nýjum búnaði til fiskvinnslu ef þetta hefði legið fyrir þá.“

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir