Þriðjudagur 29. apríl 2025

Galleri úthverfa: sýningin A. Object

Auglýsing

19.4 – 8.6 2025

   Linus Lohmann

   Hekla Guðrúnardóttir Kollmar

   Sigurður Atli Sigurðsson

   Ásta Fanney Sigurðardóttir

   Hildigunnur Birgisdóttir

   Emmet Williams

   Ian Hamilton Finlay

   Jonathan Monk

   Magnús Pálsson

   Una Björg Magnúsdóttir

  Sýningarstjóri / Curated by Joe Keys

Laugardaginn 19. apríl næstkomandi kl. 16 opnar sýningin A. Object í Gallerí Úthverfu að viðstöddum sýningarstjóra og nokkrum af listafólkinu sem eiga verk á sýningunni. Í ár eru 40 ár liðin frá því fyrst var opnuð sýning á samtímalist í rýminu við Aðalstræti 22 á Ísafirði. Boðið verður uppá léttar veitingar og spjall.

„Þessi sýning snýst um skáldlega hlutinn og áþreifanlega ljóðið og ferðalagið þar á milli. Pappír kemur mikið við sögu á þessari sýningu, þar sem hann er sérlega hentugt miðlunartæki fyrir ljóðræna framsetningu. Upphafsneistinn að gerð sýningarinnar fólst í að kynna bækur og margfeldi, og það hefur ekki breyst, þó að lúmsk rannsókn á hlutkennd og ljóðrænu hafi síðar tekið yfir þennan upphaflega neista.“ — Joe Keys

Joe Keys (f. 1995, Newcastle, Bretlandi) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Hann hneigist til að vinna með teikningu, skúlptúr, ljóð og tengsl þeirra á miðla. Teikningarnar  bera oft með sér skúlptúrrými og skúlptúrarnir eru settir upp eins og teikningar. Hann vinnur aðallega með fundið efni og afgangsefni. Síðan hann flutti til Íslands hefur Joe fundið fyrir miklum áhuga á prentuðu efni, listamannabókum og sögu þeirra hér á landi og víðar. Þetta hefur leitt hann útí að standa fyrir sýningum og útbúa fjölda rita um viðburði og uppákomur, svo sem Stations of the Cross, ELSE, George and Tammy, Explanation Park og margt fleira. Joe hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga á Íslandi, Bretlandi, Grikklandi og Finnlandi svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin er hluti af dagskrá þar sem haldið verður uppá 40 ár af samtímalist í Gallerí Úthverfu sem áður hýsti Slunkaríki. Aðrar sýningar á árinu eru m.a. sýning finnsku listamannanna Karoliina Hellberg og Josefina Nelimarkka sem opnar 17. júní í tengslum við tónlistarhátíðina ,,Við Djúpið“ og sumarsýning Roni Horn sem opnar 18. júlí. Á sama tíma verður einnig skipulögð sýning Unu B Magnúsdóttur og Loga Gunnarssonar í sal Myndlistarfélagsins á Ísafirði, Slunkaríki, sem nú er hluti af Edinborg menningarmiðstöð.

Afmælisdagskrá ársins lýkur með útgáfu bókar/bæklings þar sem starfsemi Úthverfu og Slunkaríkis undanfarna áratugi verður gerð skil í máli og myndum.

Ian Hamilton Finlay: Sail

Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir