Vestri byrja leiktíðina vel í Bestu deildinni í knattspyrnu karla. Í fyrstu umferð gerði liðið jafntefli við Val á heimavelli þeirra, Hlíðarenda, sem var þvert á spár. Í gær kom FH frá Hafnarfirði í heimsókn á Kerecis völlinn á Torfnesi á Ísafirði og máttu reyna það að komast ekkert áleiðis gegn velskipulögðu liði heimamanna.
Vestri fór með sigur af hólmi með góðu marki Daða Bergs Jónssonar í fyrri hálfleik. FH reyndi að jafna leikinn í seinni hálfleik en þeim gekk illa að skapa sér færi og ógnuðu varla marki heimamanna. Varnarleikur Vestra var öflugur og sigurinn verður að teljast sanngjarn.
Eftir tvær umferðir af 22 er Vestri með fjögur stig og meðal efstu liða í deildinni. Byrjunin á mótinu lofar góðu fyrir Vestra og enn sem komið er gefur hún hrakspám sérfræðinga um fall úr deildinni í mótslok langt nef.