Albert Ingi Jóhannsson leikmaður Vestra fór í síðustu viku til danska stórliðsins Bröndby að æfa í knattspyrnuakademíu félagins.
Albert Ingi er fæddur 2009 og hefur verið í æfingahóp meistaraflokks karla hjá Vestra frá því í haust. Á dögunum lék hann sína fyrstu leiki með meistaraflokki Vestra gegn FH og Stjörnunni.
Þá hefur Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla valið Albert Inga í úrtakshóp U16 karla og mun hópurinn hittast um miðjan febrúar.