Alls tóku 6.478 samningar gildi í Leiguskrá HMS á þriðja ársfjórðungi 2024 á sama tíma og 3.909 samningar féllu úr gildi, þannig fjölgaði samningum í Leiguskrá um 2.569.
Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr Leiguskrá nú í upphafi nóvember.
Á höfuðborgarsvæðinu var meðaltal markaðsleigu á bilinu 270 til 309 þúsund þar sem dýrast var að leigja í Garðabæ. Af þessum sveitarfélögum var hins vegar markaðsleiga að meðaltali lægst í Reykjavík, en þar var fjöldi fermetra að meðaltali lægstur.
Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var markaðsleiga hæst í sveitarfélaginu Árborg, um 250 þúsund, en til samanburðar var markaðsleiga um 230 þúsund á sama tíma í fyrra.
Á Ísafirði var leiguverðið tæpar 175 þúsund krónur, í Fjarðarbyggð 183 þúsund og á Akureyri 211 þúsund.