Jóladagatal Samgöngustofu hófst á sunnudaginn.
Um er að ræða 24 skemmtilegar sögur um jólasveinana og ævintýri þeirra, m.a. í umferðinni. Í sögunum fáum við ekki bara að heyra um jólasveinana 13 heldur kynnumst við einnig öðrum minna þekktum íslenskum jólasveinum.
Hægt er að lesa eða hlusta á sögurnar, svara einfaldri spurningu og senda inn svarið. Tvö svör eru dregin út daglega fram að jólum og hljóta þau heppnu veglegan endurskinsbakpoka. Í janúar er svo einn heppinn grunnskólabekkur dreginn út og hlýtur hann pizzu-veislu og borðspil.
Við hvetjum fólk til að lesa sögurnar eða hlusta á þær, leyfa börnunum að svara getrauninni og kannski taka smá umræðu um efni sögunnar.
Jóladagatalið má finna hér: http://joladagatal.umferd.is