Hakkavél

Husquarna hakkavél no. 5 sænsk að uppruna.

Þessi stóra hakkavél er handsnúin og var notuð til þess að hakka fóður í refi sem hafðir voru í haldi í Grímsey á Steingrímsfirði og einnig í búrum fyrir ofan þorpið á Drangsnesi.

Refaeldið í Grímsey er merkilegt tímabil í atvinnusögu Strandasýslu. Keyptir voru yrðlingar af grenjum víðsvegar að. Jafnvel gerðir út bátar sem sóttu yrðlinga inn í Húnavatnssýslur. Þeir voru svo hafðir í eyjunni fram að áramótum en þá var þeim lóað og skinnin verkuð og seld.

Hakkavélin tengist því þessu merka tímabili.

Af sarpur.is

DEILA