Slysavarnardeildin Unnur á Patreksfirði keypti sl vetur í tilefni af 90 ára afmælis deildarinnar Safe travel skjá sem settur var upp á N1 Patreksfirði. Sólrún Ólafsdóttir, formaður deildarinnar segir að búið sé að ganga frá honum og koma í gagnið. Þar geta vegfarendur skoðað nýjustu upplýsingar um færð og veður allan sólarhringinn í nágrenninu. „Það er ekki alltaf sama myndin á skjánum þar renna margar upplýsingar inná hann, t.d. eru núna viðvaranir vegna eldgoss og þar koma lika inn upplýsingar um hættu á snjóflóðum. Við viljum efla öryggi fólks og biðjum vegfarendur um að fara varlega og koma heil heim.“
Jólabasar er fjáröflunin
Síðastliðinn sunnudag 24. nóv var jóalbasar/jólamarkaður hjá SVd Unni í Félagsheimili Patreksfjarðar, FHP. „Hann höfum við haft samfellt í 87 ár en breytum honum i takt við tíðarandann í gegn um tíðina.
Núna höfum við veglegt happdrætti með 100 vinningum, kökubasar, blóma/grenisölu og bjóðum börnunum uppá andlitsmálningu einnig seljum við heitt súkkulaði og vöfflur.
Við leigjum bása þar sem fólk getur komið með sína vöru. Nú var t.d alls konar handverk til sölu, stórar ljósmyndir, málverk,skartgripir ,kerti, glerlist, handmáluð tækifæriskort, fatnaður, sælgæti, alls konar kjötmeti beint frá býli og silungur/lax.
Mjög gott veður var á sunnudaginn og sólin skein á okkur og mikið fjölmenni var á basarnum/markaðnum.
Þetta er aðalfjáröflunin hjá Svd Unni og má segja að hún hafi gengið mjög vel.“
Sólrún Ólafsdóttir, formaður svd Unnar var við sölu á tækifæriskortum fyrir vinkonu sína.
Slysavarnarkonur við sölu á basarnum.
Slysavarnarkonur fengu aðstoð frá börnum sínum við basarinn.
Myndir: Kristín B. Pálsdóttir.