Neyðarkall ársins afhentur á Bessastöðum

Frá Bessastöðum í dag. Mynd: Landsbjörg.

Neyðarkall ársins 2024 er hamfarasérfræðingur og tók forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, á móti honum á Bessastöðum í dag.

Neyðarkall björgunarsveita hvert ár er eitt af stóru fjáröflunarátökum þeirra, og skiptir gríðarlega miklu máli í rekstri þeirra.

Hlutverk neyðarkalls ársins þarf ekki að koma neinum á óvart, en hamfarir af ýmsum toga hafa reynt mikið á seiglu björgunarsveita um allt land undanfarin misseri og ár.

Neyðakall verður í sölu til sunnudagsins 3ja nóvember.

DEILA