Bolungavík: Náttúrustofuþing á morgun

Samtök náttúrustofa á Íslandi standa fyrir sérstöku náttúrustofuþingi í Félagsheimilinu í Bolungavík á morgun, 2. október. Hefst þingið kl 13 og stendur til 17.

Náttúrustofurnar eru átta talsins og verður flutt erindi frá hverri þeirra auk erindis nýskipaðs forstjóra Náttúrustofu Íslands.

Hulda Birna Albertsdóttir flytur erindi fyrir Náttúrustofu Vestfjarða sem nefnist endurheimt staðargróðurs eftir framkvæmdir – vegagerð um Teigskóg.

Fundarstjóri verður Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík.

Þingið er opið og allir eru velkomnir.

DEILA