Matvæastofnun greinr frá því nú í morgun að ekki sé hægt að útiloka að um 150 seiði hafi komist í sjó frá seiðaelidisstöð Háafells á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi þann 3. september sl.
Þann dag varð óhapp við dælingu seiða á milli húsa Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp . Dæling seiða hófst kl. 11:45 en var stöðvuð um 5 mínútum síðar þegar í ljós kom að krani á drenlögn var ekki að fullu lokaður. Fiskur hafði farið um opinn kranann og niður í fjöru.
Fyrirtækið virkjaði strax viðbragðsáætlun vegna stroks og setti út net. Starfsfólk Háafells náði að tína upp seiði sem voru eftir í drenlögninni og seiði sem sprikluðu í fjöruborðinu. Um 50 seiði náðust að auki í net. Alls náði starfsfólk Háafells 2.560 seiðum.
Seiðin voru um 120g að stærð og sjógönguhæf.