Íþróttavika á Ströndum

Frá starfi Héraðssambands Strandamanna, HSS.

Nú stendur yfir íþróttavika á Ströndum. Er hún liður í íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin á hverju ári frá 23.–30. september í yfir 30 Evrópulöndum.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig gegn auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. 

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu taka íþrótta- og sveitarfélögin á Ströndum þátt, auk einstaklinga og býður Kaldrananeshreppur íbúum hreppsins frítt í Sundlaugina á Drangsnesi & Gvendarlaug hins góða í Bjarnarfirði. Strandabyggð býður íbúum frítt í sundlaugina á Hólmavík og í íþróttahúsið.

Skíðafélagið og Geislinn bjóða öllum að koma og prófa æfingar þessa vikuna.

Dagskrá Íþróttaviku Evrópu á Ströndum má nálgast á Facebook síðu Héraðssambands Strandamanna hér.

DEILA