Vegagerðin hefur gengið frá samningi við Vestfjarðaleið á Ísafirði um þjónustu við flugfarþega. Flugrútan mun vera áfram næsta árið. Sóphus Magnússon, eigandi Vestfjarðaleiðar sagði í samtali við Bæjarins besta að í samningnum fælist að rútan gengur þegar áætlunarflug er til Ísafjarðar og er milli Bolungavíkur og flugvallarins með viðkomu á Ísafirði. Greitt er fyrir hvert flug en þegar flug fellur niður er engin greiðsla. Sophus sagði að auk þess að flytja farþega til og frá flugi þá séu vörur sóttar í flug eða farið með þær í flug og bæði farþegar og vörur séu fluttar heim.
Frá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að verðmæti samningsins væru um það bil 8,4 m.kr. Um tíma í haust var enginn samningur en nýr var gerður í byrjun september.