Breiðafjarðaferjan Baldur: kostnaður nærri fjórfaldast

Kostnaður Vegagerðarinnar vegna Breiðafjarðaferjunnar Baldurs hefur nærri fjórfaldast á síðustu sjö árum. Hann var 160 m.kr. árið 2017 en verður 611 m.kr. á þessu ári. Nemur hækkunin um 280%.

Í yfirliti frá Vegagerðinni fyrir síðustu 10 árin kemur frá að árin 2013 til og með 2017 var rekstrarkostnaðurinn sem Vegagerðin greiddi um 160 m.kr. Árið 2018 tók kostnaðurinn að hækka og var það ár 223 m.kr. og varð 336 m.kr. tveimur árum síðar 2020. Veruleg hækkun var á kostnaðinum með nýjum samningi sem tók gildi í fyrra 2023 og gildir til 2026. Árlegur kostnaður er 611 m.kr. Samningsfjárhæðin er tengd endanlegri mönnum skipsins og er miðuð við 10 manns.

Þá var keypt annað skip og kostaði það 3,5 milljónir evra. Heildarverð þess með breytingum var um 950 m.kr. samkvæmt upplýsingum sem fram koma í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Bæjarins besta.

Gildandi samningu við Sæferðir tók gildi 1. nóvember 2023 og gildir til 31. desember 2024 með möguleika á framlengingu til 30. apríl 2025. Vegagerðinni er heimilt að gera Sæferðum að sinna ferjusiglingum annars staðar í allt að þrjár vikur í septembermánuði.

Samkvæmt útboðsgögnum er miðað við 8 ferðir í viku milli Stykkishólms og Brjánslækjar og þar af minnst 3 sinnum i viku með viðkomu í Flatey. Þetta á við um tímabilið 1. sept. – 31. maí. Vegagerðin styrkir ekki ferðir yfir sumarmánuðina.

DEILA